is / en / dk

Skólastjórafélag Íslands varð til í núverandi mynd árið 1974. Þá hét það Félag skólastjóra og yfirkennara en nafninu var breytt árið 1990 eftir að starfsheiti yfirkennara var breytt í aðstoðarskólastjóra. Félagið er nú eitt af sjö aðildarfélögum Kennarasambands Íslands og eru félagsmenn um 500 talsins. Aðild að félaginu eiga skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar á grunnskólastigi, en auk þess geta starfsmenn á skólaskrifstofum sem voru í félaginu við lagabreytingu á aðalfundi 2004 og óska eftir að vera áfram í félaginu, verið það á meðan þeir gegna sama starfi.

Hlutverk félagsins er að fara með málefni félagsmanna og vinna að bættum kjörum þeirra, m.a. með gerð kjarasamninga. Auk kjaramála eru fagleg málefni og skólamál þýðingarmiklir þættir í starfi félagsins, en meðal hlutverka þess er að stuðla að umbótum í fræðslu- og uppeldismálum þjóðarinnar. Þá er eitt af hlutverkum félagsins að vinna að aukinni menntun félagsmann. Félagið gengst fyrir námsstefnum sem eru hluti af endurmenntun félagsmanna.
 

Formaður og starfsmaður Skólastjórafélags Íslands
Þorsteinn Sæberg: thorsteinn@ki.is

 

 

Tengt efni