is / en / dk

Dagur leikskólans er 6. febrúar. Sjötiu ár eru síðan fyrstu samtök leikskólakennara voru stofnuð. 

Degi leikskólans verður fagnað um land allt 6. febrúar. Þetta verður í 13. sinn sem deginum er fagnað en 6. febrúar skipar mikilvægan sess í sögu leikskólans en á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara samtök sín. 

Við hvetjum leikskólakennara, leikskólastjóra og starfsfólk leikskólanna til að fagna Degi leikskólans. Það er upplagt að nýta daginn til að vekja athygli á frábæru faglegu starfi leikskólanna.

Einkunnarorð Dags leikskólans eru nú, eins og ævinlega: Við bjóðum góðan dag alla daga!

Myllumerkið er #dagurleikskolans2020.

 

Tengt efni