is / en / dk

Mismunandi er eftir kjarasamningum KÍ hvort persónuuppbætur eru kallaðar desemberuppbót, orlofsuppbót eða annaruppbót. Upphæðir uppbóta eru einnig mismunandi eftir kjarasamningum:

 

Upphæðir 2019 Orlofsuppbót Annaruppbót Desemberuppbót Annaruppbót
  JÚNÍ DESEMBER
Félag leikskólakennara 89.000*   89.000  
Félag stjórnenda leikskóla 85.000   89.000  
Félag grunnskólakennara   89.000   89.000
Skólastjórafélag Íslands   89.000   89.000

Félag framhaldsskólakennara

    92.000  
Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum      89.000 92.000  
         


 

Nánar um desember-, orlofs- og annaruppbót

Orlofsuppbót

 • Orlofsuppbót skal greiða 1. júní ár hvert. Starfsmaður sem er í starfi allt orlofsárið (1. maí til 30. apríl) fær greidda orlofsuppbót. Sé viðkomandi í hlutastarfi eða starfar hluta árs fær hann greidda orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall eða tíma.
 • Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 5 mánaða samfellt starfs á orlofsárinu skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef stafsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.

Desemberuppbót

 • Starfsmaður í fullu starfi fær greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert. Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða tíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður sen lætur af störfum á árinu en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12 mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi persónuuppbót.
 • Persónuuppbót greiðist starfsmönnum sem fóru á eftirlaun á árinu enda hafi þeir skilað starfi er svari til a.m.k. hálfs starfsárs það ár. Sama regla gildir um þá sem sökum heilsubrests, minnka við sig starf, enda liggi fyrir um það vottorð trúnaðarlæknis sveitarfélags.  
 • Annaruppbót er greidd tvisvar á ári. Annaruppbót vorannar greiðist 1. júní og annaruppbót haustannar greiðist 1. desember. Hlutfall annaruppbótar tekur mið af starfshlutfalli á hvorri önn fyrir sig.

Haustönn er 4,25 mánuðir

Vorönn er 5,25 mánuðir

 • Hjá grunnskólakennurum og skólastjórnendum er uppbótin föst upphæð, sjá töflu hér að ofan. 

Orlofsuppbót

 • Orlofsuppbót skal greiða 1. júní ár hvert. Starfsmaður sem er í starfi allt orlofsárið (1. maí til 30. apríl) fær greidda orlofsuppbót. Sé viðkomandi í hlutastarfi eða starfar hluta árs fær hann greidda orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall eða tíma.
 • Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 5 mánaða  samfellt starfs á orlofsárinu skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef stafsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.

Desemberuppbót

 • Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili.
 • Starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, skal fá greidda uppbót í desember miðað við starfstíma og hlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs. Starfsmaður lætur af störfum vegna aldurs á tímabilinu 1. júlí - 31. desember skal fá greidda persónuuppbót 1. desember sé miðað við 12 mánaða starf og meðaltalsstafshlutfall.
 • Annaruppbót er greidd tvisvar á ári. Annaruppbót vorannar greiðist 1. júní og annaruppbót haustannar greiðist 1. desember. Hlutfall annaruppbótar tekur mið af starfshlutfalli á hvorri önn fyrir sig.

 

Tengt efni