is / en / dk

02. Janúar 2020

Félagar í Kennarafélagi Fjölbrautaskólans í Breiðholti telja fullkomlega óviðunandi að ekki skuli enn vera búið að ljúka við nýjan kjarasamning. Þetta er meðal þess sem segir í ályktun sem kennarafélagið sendi frá sér.

Ályktun Kennarafélags FB hljóðar svo í heild: 

 

Félagsfundur í Kennarafélagi FB haldinn í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 16. desember 2019

Félagar í Kennarafélagi FB samþykkja eftirfarandi ályktun:

Nú hafa framhaldsskólakennarar verið samningslausir síðan 31. mars 2019. Það er fullkomlega óviðunandi að ekki skuli vera kominn kjarasamningur eftir þennan langa tíma.
Við félagar í Kennarafélagi FB hvetjum samningsaðila til að herða á vinnu sinni í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara. Ljúki árinu 2019 án kjarasamnings hvetjum við stjórn FF að fara að undirbúa aðgerðir.

 

 

 

 

 

Tengt efni