is / en / dk

09. Janúar 2020

Framhaldsskólakennarar hafa verið án samnings í rúmlega tíu mánuði og hvetur stjórn Kennarafélags Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Kennarafélag Menntaskólans á Ísafirði samningsaðila til að ganga frá samningi sem fyrst.

 

Ályktun Kennarafélags Menntaskólans á Ísafirði:

Félagsfundur í Kennarafélagi MÍ haldinn í Menntaskólanum á Ísafirði 9. janúar 2020.

Kennarafélags Menntaskólans á Ísafirði hvetur samningsaðila í kjaramálum framhaldsskólakennara til þess að herða á vinnu í kjaraviðræðum ríkisins og Félags framhaldsskólakennara, FF. Nú hafa framhaldsskólakennarar verið samningslausir í rúmlega 10 mánuði. Það er fullkomlega óviðunandi að ekki skuli vera kominn kjarasamningur eftir þennan langa tíma. Við hvetjum því samningsaðila að ljúka vinnu sinni sem fyrst þannig að komist verði hjá því að beita harðari aðgerðum í kjarabaráttunni.

 

Ályktun stjórnar Kennarafélags Flensborgarskólans í Hafnarfirði:

Stjórn Kennarafélags Flensborgarskólans í Hafnarfirði tekur heilshugar undir ályktun kennarafélaga FG, FB og Kvennaskólans í Reykjavík um stöðu samningamála. Það er óviðunandi að samningar séu lausir eins lengi og raun ber vitni. Þessi staða er engum til góðs. Við hvetjum samningsaðila til verka án tafar.

 

Tengt efni