is / en / dk

14. Janúar 2020

Nýjar Mínar síður Kennarasambands Íslands eru komnar í loftið. Markmiðið er að auka enn frekar þjónustu við félagsmenn til að þeir geti sinnt öllu á vefnum.

Á Mínum síðum eru margar nýjungar en þær helstu eru að félagsmenn geta ávallt fylgst með stöðu sinna mála og eins geta þeir bætt gögnum við umsóknir hvenær sem er í ferlinu. Þetta er liður í enn öflugri rafrænni þjónustu.

Mínar síður voru unnar í samstarfi Kennarasambands Íslands, Advania og dk hugbúnaðar, sem einnig sáu um eldri útgáfuna en hún hefur verið í loftinu í tæplega tíu ár og því tímabært að endurhanna síðurnar og koma með helstu nýjungar sem bjóðast í dag.


 

Tengt efni