is / en / dk

15. Janúar 2020

Orlofssjóður býður félagsmönnum KÍ að skoða nýjar orlofsíbúðir við Vörðuleiti næstkomandi laugardag. Orlofssjóður festi kaup á hinu nýbyggða fjölbýlishúsi í lok nóvember og hefur síðustu vikur verið unnið að því að gera íbúðirnar tilbúnar til útleigu. 

Tíu íbúðir eru í hinu nýja húsi Orlofssjóðs; tvær þriggja herbergja íbúðir, sjö tveggja herbergja og ein stúdíóíbúð. Húsið er í nýju hverfi á reit Útvarpshússins við Efstaleiti. Stutt er í þjónustu og má nefna að Kringlan og Borgarleikhúsið eru í göngufæri. 

Þess er skammt að bíða að opnað verði fyrir bókanir í Vörðuleiti og verða félagsmenn upplýstir um leið og það gerist. 

Opið hús í Vörðuleiti 2 verður laugardaginn 18. janúar frá klukkan 13 til 16. 

 

Á myndinni er Vörðuleiti 2 merkt með rauðum ferhyrningi. 

Tengt efni