is / en / dk

23. Janúar 2020

Þorbjörn Rúnarsson, áður áfangastjóri við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, tekur til starfa hjá Félagi framhaldsskólakennara og Vísindasjóði FF og FS í byrjun febrúar. Hann var einn 12 umsækjenda um stöðuna.

Þorbjörn er jarðfræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af störfum við framhaldsskóla. Hann kenndi í átta ár við Menntaskólann á Egilsstöðum auk þess að gegna stöðu áfangastjóra, var í eitt ár skólameistari þar í afleysingum og hefur síðan 2013 verið áfangastjóri í Flensborg. Þorbjörn hefur verið virkur í félagsstörfum og þá mest fyrir Félag stjórnenda í framhaldsskólum þar sem hann hefur verið varaformaður síðustu ár.

Þorbjörn er boðinn velkominn í hópinn í KÍ.
 

Tengt efni