is / en / dk

27. Janúar 2020

Kennarasambandið er þessa dagana að flytja skrifstofuna í nýtt húsnæði við Borgartún 30. Ljóst er að næstu daga verður mikið verk að tæma Kennarahúsið og koma öllu í rétt horf á nýjum stað. Af þeim sökum verður röskun á starfsemi sambandsins og hefur verið ákveðið að hafa opið frá 9 til 12 þessa viku fram á fimmtudag og föstudaginn 31. janúar verður lokað allan daginn.

Félagsmönnum er því bent á að  senda erindi í tölvupósti. Reynt verður að afgreiða erindi félagsmanna eins og fljótt og auðið er.

Félagsmenn eru beðnir afsökunar á þessari röskun en skrifstofan verður opin með hefðbundnum hætti, í Borgartúni 30, 6. hæð, næstkomandi mánudag.

Uppfært 31. janúar 2020.
 

Tengt efni