is / en / dk

31. Janúar 2020

Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni eru deiluaðilar hvattir til að reyna til þrautar að ná samningi og komast þannig hjá boðuðum verkföllum. 

Yfirlýsing vegna kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar

Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess hvetja deiluaðila að reyna til þrautar, með lausnamiðuðum hætti að ná saman um ásættanlegan kjarasamning og forða þannig verkföllum. Það er mikilvægur réttur vinnandi stétta að hafa sjálfstæðan samningsrétt og hann ber að virða. Komi til verkfalla mun Kennarasambandið beina því til félagsmanna sinna að ganga ekki í störf þeirra sem eru í verkfalli. 

31. janúar 2020, 

Kennarasamband Íslands
Félag grunnskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Skólastjórafélag Íslands, Félag stjórnenda í framhaldsskólum og Félag stjórnenda leikskóla. 

 

Tengt efni