is / en / dk

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara skilaði niðurstöðum til menntamálaráðherra 10. mars 2016. Í kjölfarið varð ráðherra við þeirri tillögu fagráðsins að festa í sessi formlegan samstarfsvettvang um starfsþróun með því að skipa samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda með sömu aðilum og mynduðu fagráðið.

Skipunin gildir frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2019. Í ráðinu eru fulltrúar frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðuneyti, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Listaháskóla Íslands og Skólameistarafélagi Íslands. Formaður er Sigurjón Mýrdal, tilefndur af menntamálaráðuneytinu.

Hlutverk samstarfsráðsins eru eftirfarandi:

  • Að vera vettvangur fyrir samstarf og samráð aðila um starfsþróun kennara, skólastjórnenda og annarra fagstétta leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla.
  • Að kynna fyrir skólasamfélaginu skýrslu fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara sem afhent var menntamálaráðherra 10. mars 2016.
  • Að setja fram tillögur að útfærslu á fram komnum niðurstöðum fagráðsins og kynna þær fyrir aðilum samstarfsráðsins og menntamálaráðherra.
  • Að greina þarfir kennara og skólastjórnenda fyrir starfsþróun og gæta að gæðum starfsþróunar.
  • Að hafa yfirsýn yfir þróun og stefnumótun í starfsþróun, afla upplýsinga um hana, leiða umræðu og miðla til skólasamfélagsins.
  • Að vera menntayfirvöldum og öðrum aðilum til ráðgjafar um málefni er varða starfsþróun.

Á vegum samstarfsráðsins starfar stýrihópur sem í eru fimm fulltrúar úr ráðinu. Einnig geta vinnuhópar starfað að ákveðnum málefnum. Ráðuneytið styður við starfsemi ráðsins samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Samstarfsráðið getur tengst sambærilegum aðilum erlendis sem vinna að svipuðum málefnum.

 

FULLTRÚAR KÍ
Aðalheiður Steingrímsdóttir Félag leikskólakennara
Anna María Gunnarsdóttir Félag framhaldsskólakennara
Guðbjörg Ragnarsdóttir Félag grunnskólakennara
Haraldur Árni Haraldsson Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Hjördís Þorgeirsdóttir Félag stjórnenda í framhaldsskólum
Ingibjörg Kristleifsdóttir Félag stjórnenda leikskóla
Sigrún Grendal Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Svanhildur María Ólafsdóttir Skólastjórafélag Íslands
   
AÐRIR FULLTRÚAR
Sigurjón Mýrdal formaður Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Birna María Svanbjörnsdóttir Háskólinn á Akureyri
Björk Óttarsdóttir Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Guðni Olgeirsson Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Hulda Karen Daníelsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga
Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga
Jón Torfi Jónasson Háskóli Íslands
Kristín Runólfsdóttir Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Kristín Valsdóttir Listaháskóli Íslands
Magnús Þorkelsson Skólameistarafélag Íslands
Þorsteinn Hjartarson Samband íslenskra sveitarfélaga
Þórður Kristjánsson Samband íslenskra sveitarfélaga
   

 

Tengt efni