is / en / dk

Stefna Kennarasambands Íslands um kennarastarfið, kennaramenntun og starfsaðstæður kennarastéttarinnar

Kennarar móta framtíðina. Kennarar miðla mikilvægum félagslegum gildum til uppvaxandi kynslóða, lýðræði, mannréttindum og félagslegum jöfnuði. Menntun er mannréttindi og almannagæði. Stjórnvöld bera ábyrgð á jöfnum menntunarmöguleikum fyrir alla. Það skiptir sköpum fyrir menntun og þroska barna og ungmenna og sjálfbæra samfélagsþróun að kennarastarfið njóti virðingar og að vel sé búið að kennarastéttinni. Kennarastéttin gegnir faglegu forystuhlutverki í skóla- og menntamálum.

Kennarastarfið

 1. Kennarastarfið og starfskjör kennarastéttarinnar þurfa að vera eftirsóknarverð og standast samanburð við kjör annarra starfsstétta með sambærilega menntun og ábyrgð.
 2. Kennarastéttin skal eiga kost á ráðgjöf og handleiðslu í starfi.

Kennaramenntun

 1. Kennaramenntun þarf að fela í sér trausta grunnmenntun og þekkingu í faggreinum/fagsviðum, kennarafræðum og námskrám.
 2. Kennaramenntun þarf að innihalda breitt svið: grunnmenntun, vettvangsnám, starfsaðlögun, símenntun, starfsþróun, rannsóknir. Þessir þættir þurfa að mynda til samans stefnu um menntun og þjálfun kennarastéttarinnar á hverjum tíma.
 3. Góður aðgangur þarf að vera að framhaldsnámi á háskólastigi og svigrúm til að stunda nám á launum samhliða starfi.

Undirbúningur fyrir kennarastarfið

 1. Auka þarf vægi vettvangsnáms í heildarnámstíma og einingafjölda kennaramenntunar og lögfesta það.
 2. Bæta þarf tengsl kennaramenntunar við starfsvettvang og auka fjárveitingar til vettvangsnáms svo að verðandi kennarar njóti góðrar og markvissrar leiðsagnar reyndra kennara við raunaðstæður.
 3. Leiðsögn nýliða í starfi þarf að vera formlegur hluti af skipulagi kennaramenntunar. Nýliðum í starfi skal tryggð kennsluráðgjöf og leiðsögn.
 4. Leiðsagnarkennarar þurfa að fá góða þjálfun og handleiðslu.

Símenntun og starfsþróun

 1. Kennarastéttin hafi tryggan aðgang að fjölbreyttri símenntun og starfsþróun sér að kostnaðarlausu.
 2. Auka þarf fjárveitingar til símenntunar og starfsþróunar og bæta aðstöðu til að stunda símenntun og starfsþróun á starfstíma skóla og utan.
 3. Auka þarf möguleika til launaðra námsorlofa og rannsókna samhliða starfi í samvinnu við samstarfsfólk, skóla og menntastofnanir.
 4. Kennarastéttin skal vera þátttakandi í stefnumótun um eigin símenntun og starfsþróun.Símenntun og starfsþróun þarf bæði að miðast við þarfir einstaklinga og skóla, faglega þróun og nýjungar. 

Reykjavík, 21. nóvember 2014

Stefnan í PDF-formati. 
 

Tengt efni