is / en / dk

 

Félagsmenn Kennarasambands Íslands sem eru virkir og greidd eru félagsgjöld fyrir geta sótt um styrki í endurmenntunarsjóð og í Sjúkrasjóð. Umsóknum ber að skila á Mínum síðum og hengja skal fylgiskjöl við. Ef fylgiskjöl eru send með bréfapósti þarf umsóknarnúmer að koma fram á þeim.

 

 

 

Rétt til styrkja úr Sjúkrasjóði fá félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands eftir sex mánaða iðgjaldagreiðslur.

Hlutverk sjóðsins er að veita sjóðfélögum fjárhagsaðstoð vegna veikinda og slysa, styðja við endurhæfingu og forvarnir og koma til móts við útgjöld vegna útfarar sjóðfélaga.

 

Rétt til styrkja úr Vísindasjóði Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla hafa félagsmenn í FL og FSL sem tekið hafa laun eftir kjarasamningum félagana í 3 mánuði.

 

Í kjarasamningi Félags grunnskólakennara (FG) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) var árið 2014 samið um framlag í sérstakan sjóð sbr. bókun í samningi aðila. Sjá nánar um Fræðslu- og kynningarsjóð FG.

 

Markmið sjóðsins er að styrkja aðra háskólamenntaða sem starfa samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara til að sækja sér menntun á Íslandi sem veitir þeim leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Sjá nánar um Starfsmenntunarsjóð annarra háskólamenntaðra starfsmanna FL.

 

 

 

Tengt efni