is / en / dk

 

Hlutverk VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda eða slysa. Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum. Þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði, þeim að kostnaðarlausu. Beiðni um þjónustu VIRK þarf að koma frá lækni viðkomandi. VIRK ráðgjafar, sem sinna félagsmönnum KÍ á höfuðborgarsvæðinu, eru til húsa að Borgartúni 6, 4. hæð.

Hvaða þjónustu veitir VIRK?

  • Ráðgjöf og hvatningu sem tekur mið af aðstæðum hvers og eins.
  • Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstaklingsbundinnar virkniáætlunar.
  • Leiðbeiningar um réttindi, greiðslur og þjónustu.
  • Tengingu og samvinnu við sérfræðinga, svo sem sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, lækna, félagsráðgjafa og náms- og starfsráðgjafa.
  • Kemur á samstarfi milli starfsmanns, atvinnurekanda hans og fagaðila til að stuðla að aukinni starfshæfni viðkomandi starfsmanns.

 

VIRK ráðgjafar KÍ

Guðleif Leifsdóttir gudleif@bhm.is

Kristbjörg Leifsdóttir kristbjorgl@bhm.is

Þóra Þorgeirsdóttir thora@bhm.is

Ráðgjafar VIRK utan höfuðborgarsvæðisins  

 

Tengt efni