is / en / dk

 

 

Á Orlofsvef KÍ, undir „Orlofskostir“, er hægt að sjá allar upplýsingar um orlofshús Kennarasambands Íslands. Til þess að bóka og greiða fyrir orlofshús eða athuga hvað er laust þarf félagsmaður að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Hægt er að sækja um Íslykil hér en þar þarf að velja „Smelltu hér til að panta Íslykil“.

Ath. að ef pöntun er ekki greidd innan tveggja klukkustunda þá afbókast hún sjálfkrafa.

Til þess að athuga með laus bókunartímabil eða til að bóka orlofshús þarf að fara inn á bókunardagatalið með því að smella á „laus tímabil“ eftir innskráningu á Mínar síður. Velja þarf landsvæði í felliglugganum „flokkur“ og síðan smella á þann mánuð sem skoða á. Nafn mánaðarins sem verið er að skoða breytist úr svörtum lit í rauðan.

Hér er hægt að nálgast svör við algengum spurningum og reglur Orlofssjóðs KÍ. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið orlof@ki.is og Ferðablöð Orlofssjóðs má skoða hér.

Punktastöðu er hægt að sjá á Síðan mín á Orlofsvefnum. Sjá leiðbeiningar hér.

 

Sumar 2019

 

FERÐABLAÐ ORLOFSSJÓÐS ER EKKI GEFIÐ ÚT

Sjöunda þing KÍ, sem haldið var í apríl 2018, samþykkti að hætta útgáfu Ferðablaðs Orlofssjóðs. Blaðið mun því hvorki koma út á pappír né í vefútgáfu. Í þess stað verða upplýsingar um verð og leigutíma við hverja eign á Orlofsvefnum og að auki verður hægt að nálgast helstu upplýsingar um eignir í skjölum sem birt verða fljótlega á þessari síðu.
 

Opnað var fyrir bókanir í eignum KÍ og endurleiguhúsum sumarið 2019 sem hér segir:

2. apríl 2019 (þriðjudagur) kl. 18:00 Þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri
3. apríl 2019 (miðvikudagur) kl. 18:00 Þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri
4. apríl 2019 (fimmtudagur) kl. 18:00 Þeir sem eiga 1 punkt punkta eða fleiri
5. apríl 2019 (föstudagur) kl. 18:00 Þeir sem eiga 0 til -23 punkta og FKE félagar sem eiga punkta
     


FYRIRKOMULAG LEIGU

Sumarið 2019 eru eignir leigðar bæði í viku- og flakkaraleigu. Vikuleiga er frá föstudegi kl 16:00 til næsta föstudags kl 12:00. Eignir í flakkaraleigu eru leigðar í tveggja nátta lágmarksleigu og að auki í fastri helgarleigu, frá föstudegi kl. 16:00 til sunnudags kl 12:00.
 

VIÐBÓTARBÓKANIR OG ÞJÓNUSTA

Allar viðbótarbókanir teljast nýjar bókanir og greiða verður fyrir viðbótarnætur í samræmi við gjaldskrá. Ekki er hægt að kaupa þrif yfir sumartímann nema í Reykjavík (að undanskildum rauðum dögum).
 

PUNKTAKERFIÐ

Punktakerfið byggist á því að félagsmenn fá tuttugu og fjóra punkta fyrir hvert unnið ár, eða tvo punkta fyrir hvern mánuð. Við hverja bókun eru mismargir punktar dregnir frá heildarpunktaeign félagsmanns, eða allt frá tveimur punktum fyrir ýmsa afsláttarmiða, til sextíu punkta fyrir bókun á dýrasta stað að sumri.

Heimilt er að kaupa allt að 24 orlofspunkta á ári. Verðgildi hvers punkts er kr. 500 eða kr. 12.000 alls. Senda þarf skriflega beiðni til Orlofssjóðs eða hringja á skrifstofu. Greiða má með millifærslu eða korti.
 

FLUGÁVÍSANAR OG AFSLÁTTARMIÐAR Á HÓTELUM

Félagsmenn geta keypt átta flugávísanir með hjá Icelandair og fjóra hótelmiða á 365 daga fresti með punktafrádrætti.

Félagsmenn geta keypt eftirfarandi án punktafrádráttar: Icelandair afsláttarflugávísanir, gjafabréf hjá Air Iceland Connect og flugmiða innanlands með Flugfélaginu Erni. Þessar ávísanir eru ekki niðurgreiddar af Orlofssjóði heldur njóta félagsmenn þeirra afsláttarkjara sem Orlofssjóður fær.
 

AFSLÁTTARMIÐAR HJÁ ÚRVAL ÚTSÝN OG SUMARFERÐUM

Félagsmenn geta keypt tvö niðurgreidd gjafabréf hjá Úrval Útsýn og Sumarferðum sem gilda í allar auglýstar pakkaferðir til 31. desember 2019 nema um páska og jól.
 

VEIÐI-, ÚTILEGU- OG GOLFKORT

Félagsmenn geta keypt niðurgreidd Veiði-, Útilegu- og Golfkort.
 

GÖNGUFERÐIR

Félagsmenn geta fengið endurgreiðslu vegna gönguferða. Reikning og greiðslukvittun frá viðurkenndum ferðaþjónustuaðila þarf að senda á orlof@ki.is og fæst þá 15% endurgreiðsla fyrir félagsmann, þó að hámarki kr. 7.500/15 punktar.
 

HAPPDRÆTTI FYRIR UNGA FÉLAGSMENN

Eins og síðustu ár verður haldið happdrætti fyrir félagsmenn með stuttan starfsaldur, þar sem þeir eiga möguleika á að leigja sumarhús á Flúðum yfir sumartímann. Í boði verða vikuleigur í Ásabyggð. Nánari upplýsingar um happdrættið verða sendar út í tölvupósti.

 

Vetur 2019 - 2020

Opnað er fyrir bókanir í eignum KÍ og endurleiguhúsum veturinn 2019-2020 á eftirfarandi dögum:

BÓKANIR OPNA   TÍMABIL
Þriðjudagurinn 4. júní 2019 Kl. 18:00 30. ágúst 2019 - 7. janúar 2020
September 2019 Kl. 18:00 7. janúar 2020 - 5. júní 2020
     

Endanleg dagsetning opnunar í september verður tilkynnt í tölvupósti til félagsmanna í ágúst. Reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ gildir.

 

VIÐBÓTARBÓKANIR
Allar viðbótarbókanir teljast nýjar bókanir og greiða verður fyrir viðbótarnætur í samræmi við gjaldskrá.
 

FLUGÁVÍSANIR OG AFSLÁTTARMIÐAR Á HÓTELUM
Félagsmenn geta keypt átta flugávísanir hjá Icelandair og fjóra hótelmiða á 365 daga fresti með punktafrádrætti.

Félagsmenn geta keypt eftirfarandi án punktafrádráttar: Icelandair afsláttarflugávísanir, gjafabréf hjá Air Iceland Connect og flugmiða innanlands með Flugfélaginu Erni. Þessar ávísanir eru ekki niðurgreiddar af Orlofssjóði heldur njóta félagsmenn þeirra afsláttarkjara sem Orlofssjóður fær.
 

AFSLÁTTARMIÐAR HJÁ ÚRVAL ÚTSÝN OG SUMARFERÐUM
Félagsmenn geta keypt tvö niðurgreidd gjafabréf hjá Úrval Útsýn og Sumarferðum sem gilda í allar auglýstar pakkaferðir til 31. desember 2019 nema um páska og jól.
 

PUNKTALAUS LEIGA Í MIÐRI VIKU OG FÖST HELGARLEIGA
Félagsmönnum býðst að leigja orlofseignir á Flúðum og í Kjarnaskógi í miðri viku án punktafrádráttar. Gildir ekki á rauðum dögum. Þessar eignir eru leigðar út í fastri helgarleigu, frá kl. 16:00 á föstudegi til kl. 18:00 á sunnudegi.
 

PUNKTALAUSIR FÉLAGSMENN MEGA KAUPA PUNKTA
Punktakerfið byggist á því að félagsmenn fá tuttugu og fjóra punkta fyrir hvert unnið ár, eða tvo punkta fyrir hvern mánuð. Við hverja bókun eru mismargir punktar dregnir frá heildarpunktaeign félagsmanns, eða allt frá tveimur punktum fyrir ýmsa afsláttarmiða, til sextíu punkta fyrir bókun á dýrasta stað að sumri.

Heimilt er að kaupa allt að 24 orlofspunkta á ári. Verðgildi hvers punkts er kr. 500 eða kr. 12.000 alls. Senda þarf skriflega beiðni til Orlofssjóðs eða hringja á skrifstofu. Greiða má með millifærslu eða korti.

 


Afbókanir/reglur

 

REGLUR VEGNA AFBÓKANA
Tilkynna skal allar breytingar og afbókanir skriflega svo fljótt sem auðið er til Orlofssjóðs á netfangið orlof@ki.is. Athugið að þó breyting sé í upphafi tilkynnt símleiðis, verður skrifleg beiðni alltaf að fylgja í kjölfarið.

 

INNANLANDS

 • Breytingagjald er 2.500 kr.
 • Sé orlofshúsnæði skilað með meira en tveggja vikna (14 daga) fyrirvara er leigugjald að fullu endurgreitt en skilagjald innheimt. Punktar bakfærðir að fullu.
 • Sé orlofshúsnæði skilað innan 14-8 daga áður en leiga hefst er 75% leigugjalds endurgreitt og punktar bakfærðir að fullu.
 • Sé orlofshúsnæði skilað áður en 7-3 dagar eru í upphaf leigutöku, fæst 25% leigugjaldsins endurgreitt og punktar bakfærðir að fullu.
 • Sé orlofshúsnæði skilað þegar minna en 3 dagar - 72 klst. eru í upphaf leigutöku, þarf að greiða fulla leigu fyrir húsið auk punkta.
   

Þjónusta sem er keypt samhliða leigu, s.s. leiga á líni eða þrif á orlofseign er alltaf endurgreidd að fullu.

 

ERLENDIS
Athugið breyttar afbókunarreglur á eignum erlendis:
ef afbókað er með meira en 2 mánaða fyrirvara er leiguverð endurgreitt að fullu að frádregnu 2.500 kr. skilagjaldi. Ef afbókað er með minna en 2 mánaða fyrirvara er engin endurgreiðsla í boði.

 

SEKTIR

 • Óþrifnaður: 20.000 kr. sekt.
 • Óþrifinn heitur pottur / grill: 5.000 kr. sekt.
 • Óheimil framleiga: 5.000 kr. fyrir hvern sólarhring sem leigutaki (félagsmaður KÍ) leigði húsið og tafarlaus brottvísun.
 • Óheimilar reykingar: 25.000 kr. sekt., á einnig við um rafrettur.
 • Gæludýr þar sem það er ekki heimilt: Brottvísun og 25.000 kr. sekt.
 • Óheimilt tjald/tjaldvagn/hjólhýsi o.s.frv. við hús: 25.000 kr. sekt.
 • Tjón eða skemmdir á húsbúnaði: Ef kostnaður yfir 25.000 kr. þá getur félagsmaður misst rétt til að leigja eignir Orlofssjóðs KÍ næstu 2-5 ár.

 

Rauðir dagar

Greiða þarf hærri leigu á rauðum dögum en þeir eru eftirfarandi árin 2018-2019:
 

Mánaðardagur   Tegund Vikudagur
1. janúar 2019 nýársdagur stórhátíðardagur þriðjudagur
18. apríl 2019 skírdagur hátíðardagur fimmtudagur
19. apríl 2019 föstudagurinn langi stórhátíðardagur föstudagur
20. apríl 2019 laugardagur fyrir páska   laugardagur
21. apríl 2019 páskadagur stórhátíðardagur sunnudagur
22. apríl 2019 annar í páskum hátíðardagur mánudagur
25. apríl 2019 sumardagurinn fyrsti hátíðardagur fimmtudagur
1. maí 2019 alþjóðlegur frídagur verkafólks hátíðardagur miðvikudagur
30. maí 2019 uppstigningardagur hátíðardagur fimmtudagur
9. júní 2019 hvítasunnudagur stórhátíðardagur sunnudagur
10. júní 2019 annar í hvítasunnu hátíðardagur mánudagur
17. júní 2019 þjóðhátíðardagur Íslendinga stórhátíðardagur mánudagur
5. ágúst 2019 frídagur verslunarmanna stórhátíðardagur mánudagur
24. desember 2019 aðfangadagur stórhátíðardagur þriðjudagur
25. desember 2019 jóladagur stórhátíðardagur miðvikudagur
26. desember 2019 annar í jólum hátíðardagur fimmtudagur
31. desember 2019 gamlársdagur stórhátíðardagur þriðjudagur
       

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Tengt efni