is / en / dk

Sjóðfélagi í aðildarfélagi KÍ öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum eftir 6 mánaða iðgjaldagreiðslur.

Senda skal fyrirspurnir og fylgiskjöl sjodir@ki.is.
 

Sjóðfélagi í aðildarfélagi KÍ öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum eftir 6 mánaða iðgjaldagreiðslur. Sjóðfélagi öðlast þó rétt til úthlutunar eftir einn mánuð ef hann hefur átt rétt í öðrum sambærilegum sjúkrasjóði.

  • Í fæðingarorlofi: Sjóðfélagi viðheldur úthlutunarrétti kjósi hann að greiða stéttarfélagsgjald í fæðingarorlofi.
  • Atvinnulausir: Sjóðfélagi viðheldur úthlutunarrétti kjósi hann að greiða stéttarfélagsgjald af atvinnuleysisbótum. Sjúkradagpeningar eru þó ekki greiddir lengur en 3 mánuði.
  • Launalaust leyfi: Sjóðfélagi í launalausu leyfi á ekki rétt á úthlutun úr sjóðnum nema samkvæmt reglum KÍ um aðild í launalaus leyfi.
  • Í veikindum: Sjóðfélagi sem hefur fullnýtt rétt sinn til sjúkradagpeninga getur aftur sótt um sjúkradagpeninga eftir 6 mánaða greiðslur.

Umsóknum og fylgigögnum er skilað á Mínum síðum

Almennt skal sækja um styrk á Mínum síðum og skila fylgiskjölum rafrænt. Ef fylgiskjöl eru send með bréfapósti þarf að merkja þau með umsóknarnúmeri.

Umsóknir sem hafa borist fyrir 15. hvers mánaðar og þurfa að fara fyrir stjórn Sjúkrasjóðs eru afgreiddar á fundi í lok sama mánaðar, svo fremi að öll umbeðin fylgigögn hafi borist. Kvittanir / reikningar mega ekki vera eldri en 12 mánaða.

Geti félagsmaður ekki skilað umsóknum á Mínum síðum er hægt að sækja um styrki á meðfylgjandi eyðublöðum, sjá fyrir neðan. Ítarlegri fylgigögn þurfa að fylgja með sjúkradagpeningum, fæðingarstyrk og útfararstyrk, sjá yfirlit neðar.

Yfirlit yfir fylgigögn sem þurfa að fylgja með sjúkradagpeningum, fæðingarstyrk og útfararstyrk:

Sjúkradagpeningar Læknisvottorð, á 2ja mánaða fresti.
  Staðfesting frá launagreiðanda um fullnýtingu á veikindarétti, sjá eyðublað fyrir ofan.
  Skattkort, ef vill.
   
Fæðingarstyrkur Fæðingarvottorð.
  Staðfesting á töku fæðingarorlofs og starfshlutfall sl. 6 mánuði, sjá eyðublað fyrir ofan.
   
Útfararstyrkur Vegna sjóðfélaga: Yfirlit yfir framvindu skipta, útgefið af sýslumönnum.
  Vegna andláts barns: Dánarvottorð ásamt reikningum fyrir útlögðum kostnaði við útför.
   

 

Tengt efni

Styrkir Sótt er um styrk í Sjúkrasjóð KÍ á M&ia...
Sjóðfélagi í aðildarfélagi KÍ öðlast ré...
Hlutverk sjóðsins er að veita sjóðfélögum fjárhagsa&...