is / en / dk

Félagslegur trúnaðarmaður

 • Kemur fræðslu, kynningarefni og skilaboðum frá KÍ um vinnuumhverfismál á framfæri við félagsmenn og/eða stjórnendur á vinnustaðnum og er tengiliður milli KÍ og vinnustaðarins varðandi þau.
 • Beitir sér fyrir því að kosinn sé öryggistrúnaðarmaður á vinnustaðnum.
 • Er í samstarfi við stjórnanda og öryggistrúnaðarmann um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustaðnum og hvetur til þess að gert sé áhættumat og áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum.
 • Er áheyrandi í starfsmannasamtölum sem hlutlaus þriðji aðili ef viðkomandi félagsmaður óskar eftir því.
 • Starfar ekki einn. Hann vinnur í samstarfi við yfirmenn, samstarfsmenn, öryggistrúnaðarmann/öryggisnefndir, stéttarfélagið og aðra trúnaðarmenn.
 • Ber ekki ábyrgð á framkvæmd vinnuverndarstarfs. Atvinnurekandi ber ábyrgð á að koma vinnuverndarstarfi á, framkvæmd þess og eftirfylgni.

Um meðferð mála sem tengjast samskiptum á vinnustað, líðan og aðbúnaði

 • Ef trúnaðarmaður verður var við eða fær vitneskju um vandamál sem tengjast vinnuumhverfinu skal hann snúa sér til skólastjóra í samráði við öryggistrúnaðarmann/öryggisnefnd og/eða viðkomandi félagsmann ef við á.
 • Mikilvægt er að afla skriflegra gagna um mál sem upp koma s.s. lýsingu á vandanum frá aðilum máls, hvenær vandinn kom upp, hvernig hann birtist og hugsanlegar ástæður hans.
 • Mikilvægt er að málum sé fylgt eftir og að líkur á að vandinn endurtaki sig séu metnar. Æskilegt getur verið að veita almenna fræðslu og umfjöllun um eðli vandans á vinnustaðnum til dæmis þegar um einelti eða önnur samskiptavandamál er að ræða.
 • Ef ekki tekst að leysa úr vandanum innan vinnustaðarins eða hann er þess eðlis að slíkt er ekki mögulegt skal leita til utanaðkomandi aðila eftir því sem við á. Það geta verið fræðsluyfirvöld, Vinnueftirlitið eða aðrir fagaðilar s.s. viðurkenndir þjónustuaðilar í vinnuvernd.
 • Hægt er að leita aðstoðar og ráðgjafar hjá viðkomandi aðildarfélagi KÍ.

Lög og reglugerðir

Vinnuverndarstarf á vinnustöðum byggir á lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Undir þau heyra margar reglugerðir og meðal þeirra helstu eru:

 

Tengt efni