is / en / dk

Trúnaðarmenn skulu kjörnir til tveggja ára í senn og skal félagsstjórn og forstöðumanni stofnunar tilkynnt skriflega um kjör hans. Hverfi trúnaðarmaður úr starfi í viðkomandi skóla eða stofnun áður en kjörtímabili hans lýkur skal kjósa trúnaðarmann í hans stað til tveggja ára.

 

Um trúnaðarmenn er fjallað í 13. gr. laga KÍ. Þar segir:

"Stjórn Kennarasambands Íslands hlutast til um að á hverjum vinnustað sé kjörinn trúnaðarmaður þar sem félagsmenn þess starfa, sbr. lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Stjórnir aðildarfélaga skulu halda fundi og námskeið með trúnaðarmönnum svo oft sem þurfa þykir."

 

Tengt efni