is / en / dk

 Megináherslur:

 • Við erum upplýsandi, áhugaverð og skemmtileg.
 • Við tölum um alla af virðingu.
 • Við veljum af kostgæfni það efni sem við birtum og deilum engu sem...

...vafi leikur á að leyfi sé fyrir.
...er meiðandi.

Markmið:

 • Við ætlum að efla ímynd kennara.
 • Við ætlum að auka umræðu um kennarastarfið.
 • Við ætlum að auka umræðu um menntamál.
 • Við ætlum að gera kennarastarfið sýnilegt.

Almennt:

 • Við eigum góð samskipti á samfélagsmiðlum.
 • Við förum ekki í vörn ef við fáum neikvæðar athugasemdir.
 • Við tölum við alla af virðingu.
 • Við viðurkennum mistök fúslega og leiðréttum hratt og örugglega.
 • Við virðum friðhelgi einkalífsins með því að veita aldrei upplýsingar um einkahagi fólks eða einstök mál sem eru í gangi.
 • Við berum sjálf ábyrgð á því efni sem við deilum á samfélagsmiðlum.
 • Við berum virðingu fyrir öllum og líðum ekki fordóma, níð, einelti eða móðganir.

Munum:

 • Einu sinni á netinu, alltaf á netinu.
 • Allt sem við segjum á samfélagsmiðlum hefur áhrif á hvernig fólk lítur á okkur.
 • Ertu í vafa? Spyrðu!

Reglur þessar eru endurskoðaðar á hverju ári


Sérstök ákvæði fyrir starfsmenn Kennarasambands Íslands

 • Starfsmenn KÍ eru fulltrúar sambandsins hvar og hvernig sem þeir koma fram. Þetta á ekki síst við á samfélagsmiðlum.
 • Við stofunum ekki til deilna á samfélagsmiðlum. Rísi deilur komum við sjónarmiðum Kennarasambandsins á framfæri á einfaldan og skýran hátt.
 • Þeir sem hafa heimild til að setja inn efni á samfélagsmiðla í nafni KÍ eru:

- Formaður KÍ
- Varaformaður KÍ
- Formenn aðildarfélaga
- Starfsfólk upplýsinga- og kynningarsviðs

 

 

Tengt efni