is / en / dk

Hagsmunir félagsmanna og aðildarfélaga KÍ skulu vera í fyrirrúmi. Lögð skal áhersla á að KÍ sé traustur og ábyrgur aðili sem gegni mikilvægu hlutverki við að verja og auka réttindi félagsmanna sinna.

KÍ veiti sem besta þjónustu með hagkvæmnisjónarmið að leiðarljósi. Áreiðanleiki, trúnaður og vönduð vinnubrögð skulu einkenna starfsemi KÍ og jafnræðis skal gætt.

Starfsemi KÍ verði í stöðugri þróun og starfsmenn séu félagsmönnum öflugur bakhjarl í starfi.

Miðlun upplýsinga þróist í takt við kröfur samtímans.

Starfsmenn KÍ þekki og virði skipulag sambandsins og aðildarfélaga þess og leitist við að leggja sitt af mörkum til að efla hag KÍ.

 

Tengt efni