is / en / dk

Markmið með sameiginlegri fræðslu á vegum KÍ er að efla samstarf og tengsl milli félagsmanna og aðildarfélaga KÍ, virkni í félagsstarfi, þátttöku í og ábyrgð á framkvæmd stefnumála og stéttarvitund.

Úr stefnu KÍ í fræðslumálum frá 7. þingi KÍ

 

Á vegum Kennarasambandsins starfar sjö manna fræðslunefnd (sjá hér til hliðar) undir forystu varaformanns KÍ. Hlutverk nefndarinnar er að standa fyrir fræðslu fyrir félagsmenn KÍ, sérstaklega þá sem kosnir hafa verið til einhverskonar trúnaðarstarfa, svo sem trúnaðarmenn og fulltrúa í stjórnum og ráðum. Hlutverk nefndarinnar og helstu verkefni eru ákveðin á þingi KÍ. Fræðslunefndin hefur síðustu ár m.a. staðið fyrir eftirfarandi fræðsluverkefnum:

 

Fræðsluverkefni 2019

Auglýsing KÍ um forystufræðslu 13. og 20. febrúar 2019.
 

Forystufræðslan fer fram í/á:

 • Reykjavík, miðvikudaginn 13. febrúar, Háteigi, Grand hóteli, kl. 9:00-16:00.
  (fyrir höfuðborgarsvæðið, Vesturland, Vestfirði, Suðurland og Suðurnes).
 • Akureyri, miðvikudaginn 20. febrúar, KEA, kl. 9:00-16:00.
  (fyrir Norðurland og Austurland).

 

DAGSKRÁ DAGSKRÁ á pdf  
Kl. 09:00-09:20 Mæting og morgunhressing.  
Kl. 09:20-09:30 Setning.  
Kl. 09:30-10:00 Starf og stefna. Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ.  
Kl. 10:00-10:45 Hlutverk og starfsemi. Arndís Þorgeirsdóttir og Dagný Jónsdóttir, upplýsinga- og kynningarsviði KÍ.   
Kl. 10:45-11:00 Kaffihlé.  
Kl. 11:00-11:30 Áhrif auglýsingaherferða á ímynd. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins.  
Kl. 11:30-12:00 Birtinamyndir kynbundis misréttis.
Í Reykjavík: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona Jafnréttisnefndar KÍ.
Á Akureyri: Sigrún Birna Björnsdóttir, sérfræðingur KÍ í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum.
 
Kl. 12:00-13:00 Hádegismatur.  
Kl. 13:00-13:45 Aðildarfélög KÍ, laun og launaröðun, kjarastefna og horfur í komandi kjarasamningum. Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur KÍ.  
Kl. 13:45-14:15 Starfsemi Virk. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk.  
Kl. 14:15-14:45 Seigla, mörk vinnu og einkalífs. Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri Virk.  
Kl. 14:45-15:00 Kaffihlé.  
Kl. 15:00-15:20 Styðjum hvert annað.
Í Reykjavík: Gunnar M. Gunnarsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Á Akureyri: Katrín Jóhannesdóttir, skólastjóri og Linda Rós Rögnvaldsdóttir, kennari við Oddeyrarskóla.
 
Kl. 15:20-15:50 Stuðningur við samstarfsfólk - umræður.  
Kl. 15:50-16:00 Samantekt. Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ.  
     

 

Fræðsluverkefni 2018

Vinnueftirlitið stendur fyrir námskeiði fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og framhaldsskólum utan höfuðborgarsvæðis.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsmanna í skólum, svo sem hávaða, lýsingu, inniloft, efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, heilsuvernd á vinnustað, atvinnusjúkdóma, vinnuslys og slysavarnir. Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt sem og helstu reglur sem settar eru í samræmi við þau. Auk þess er fjallað um áhættumat en árið 2003 voru sett inn í vinnuverndarlögin ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gert sé sérstakt skriflegt áhættumat þar sem áhætta í starfi er metin með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna.

Námskeiðið er fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólum. Það sem ávinnst með námskeiðinu er stóraukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum, stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.

Hvert námskeið er í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00 og byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og hópverkefnum. Verðið er 20.000 kr. á mann.
 

Námskeiðin verða haldin sem hér segir:

Janúar

 • 17. og 18. janúar, Austurvegi 56, Selfossi.
 • 22. og 23. janúar, Samkomuhúsinu Sólvöllum 3, Grundarfirði.
 • 24. og 25. janúar, Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum.
 • 30. og 31. janúar, Sæunnargötu 2a, Borgarnesi.
 • 31. janúar og 1. febrúar, Viska Strandvegi 50, Vestmannaeyjum.
   

Febrúar

 • 6. og 7. febrúar, Austurvegi 56, Selfossi.
 • 20. og 21. febrúar, Garðarsbraut 26, Húsavík.
 • 22. og 23. febrúar, Skipagötu 14, 4. hæð, Akureyri.
 • 27. og 28. febrúar, Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum.
   

Mars

 • 5. og 6. mars, Skipagötu 14, 4.hæð, Akureyri.
 • 12. og 13. mars, Icelandair Hotels, Klettsvegi 1, Vík í Mýrdal.
 • 13. og 14. mars, Þverbraut 1, Blönduósi.
 • 21. og 22. mars, Krossmóa 4, Keflavík.
   

Apríl

 • 9. og 10. apríl, Víkurbraut 4, (Afl starfsgreinasamband) Höfn.
 • 9. og 10. apríl, Aðalstræti 107, Patreksfirði.
 • 12. og 13. apríl, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
   

Skólastjórnendur eru beðnir að skrá öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólunum á námskeiðið á heimasíðunni www.vinnueftirlit.is.
 

DAGSKRÁ

FYRRI DAGUR  
Kl. 09:00-09:30 Inngangur
Vinnuverndarlögin og helstu reglugerðir
Vinnueftirlitið kynnt
Kl. 09:40-10:20 Vinnuverndarstarf
Starf öryggistrúnaðarmanna og -varða
Starf félagslegra trúnaðarmanna VS öryggistrúnaðarmanna (kynning 15 mín)
Kl. 10:30-12:00 Áhættumat í skólum
Verkefni
Kl. 12:00-13:00 Hádegishlé
Kl. 13:00-15:00 Hávaði á vinnustað
Raddheilsa
Birta og lýsing við vinnu
Kl. 15:10-16:00 Efni og efnanotkun
Inniloft
   
SEINNI DAGUR  
Kl. 09:00-10:00 Félagslegir og andlegir vinnuverndarþættir
Kl. 10:10-11:10 Einelti og áreitni
Kl. 11:20-12:00 Atvinnusjúkdómar
Vinnuslys - tilkynningarskylda
Kl. 12:00-13:00 Hádegishlé
Kl. 13:00-14:20 Líkamlegir áhættuþættir og líkamsbeiting
Kl. 14:30-15:00 Vélar og tæki
Kl. 15:10-16:00 Verkefni - umræður
Námskeiðslok
   

Bent er á að námskeið Vinnueftirlitsins fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði eru á kostnað atvinnurekanda, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 

 

Vinnueftirlitið stendur fyrir námskeiði fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsmanna í skólum, svo sem hávaða, lýsingu, inniloft, efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, heilsuvernd á vinnustað, atvinnusjúkdóma, vinnuslys og slysavarnir. Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt sem og helstu reglur sem settar eru í samræmi við þau. Auk þess er fjallað um áhættumat en árið 2003 voru sett inn í vinnuverndarlögin ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gert sé sérstakt skriflegt áhættumat þar sem áhætta í starfi er metin með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna.

Námskeiðið er fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólum.

Það sem ávinnst með námskeiðinu er stóraukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum, stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.

Hvert námskeið er í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00 og byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og hópverkefnum. Námskeiðið er haldið að Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík og er verðið 20.000 kr. á mann.

 • 15. og 16. janúar 2018.
 • 30. og 31. janúar 2018.
 • 21. og 22. febrúar 2018.
 • 12. og 13. mars 2018.

Skólastjórnendur eru beðnir að skrá öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólunum á námskeiðið á heimasíðunni www.vinnueftirlit.is.


DAGSKRÁ

FYRRI DAGUR  
Kl. 09:00-09:30 Inngangur
Vinnuverndarlögin og helstu reglugerðir
Vinnueftirlitið kynnt
Kl. 09:40-10:20 Vinnuverndarstarf
Starf öryggistrúnaðarmanna og -varða
Starf félagslegra trúnaðarmanna VS öryggistrúnaðarmanna (kynning 15 mín)
Kl. 10:30-12:00 Áhættumat í skólum
Verkefni
Kl. 12:00-13:00 Hádegishlé
Kl. 13:00-15:00 Hávaði á vinnustað
Raddheilsa
Birta og lýsing við vinnu
Kl. 15:10-16:00 Efni og efnanotkun
Inniloft
   
SEINNI DAGUR  
Kl. 09:00-10:00 Félagslegir og andlegir vinnuverndarþættir
Kl. 10:10-11:10 Einelti og áreitni
Kl. 11:20-12:00 Atvinnusjúkdómar
Vinnuslys - tilkynningarskylda
Kl. 12:00-13:00 Hádegishlé
Kl. 13:00-14:20 Líkamlegir áhættuþættir og líkamsbeiting
Kl. 14:30-15:00 Vélar og tæki
Kl. 15:10-16:00 Verkefni - umræður
Námskeiðslok
   

Bent er á að námskeið Vinnueftirlitsins fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði eru á kostnað atvinnurekanda, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Upplýsingar um námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólum utan höfuðborgarsvæðis koma fljótlega.

 

Fræðsluverkefni 2017

Vinnueftirlitið stendur fyrir námskeiði fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsmanna í skólum, svo sem hávaða, lýsingu, inniloft, efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, heilsuvernd á vinnustað, atvinnusjúkdóma, vinnuslys og slysavarnir. Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt sem og helstu reglur sem settar eru í samræmi við þau. Auk þess er fjallað um áhættumat en árið 2003 voru sett inn í vinnuverndarlögin ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gert sé sérstakt skriflegt áhættumat þar sem áhætta í starfi er metin með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna.

Námskeiðið er fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólum.

Það sem ávinnst með námskeiðinu er stóraukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum, stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.

Hvert námskeið er í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00 og byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og hópverkefnum. Námskeiðið er haldið að Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík og er verðið 20.000 kr. á mann.

 • 6. og 7. desember 2017.

Skólastjórnendur eru beðnir að skrá öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólunum á námskeiðið á heimasíðunni www.vinnueftirlit.is.
 

DAGSKRÁ

FYRRI DAGUR
Kl. 09:00-09:30 Inngangur
Vinnuverndarlögin og helstu reglugerðir
Vinnueftirlitið kynnt
Kl. 09:40-10:20 Vinnuverndarstarf
Starf öryggistrúnaðarmanna og -varða
Starf félagslegra trúnaðarmanna VS öryggistrúnaðarmanna (kynning 15 mín)
Kl. 10:30-12:00 Áhættumat í skólum
Verkefni
Kl. 12:00-13:00 Hádegishlé
Kl. 13:00-15:00 Hávaði á vinnustað
Raddheilsa
Birta og lýsing við vinnu
Kl. 15:10-16:00 Efni og efnanotkun
Inniloft
   
SEINNI DAGUR
Kl. 09:00-10:00 Félagslegir og andlegir vinnuverndarþættir
Kl. 10:10-11.10 Einelti og áreitni
Kl. 11:20-12:00 Atvinnusjúkdómar
Vinnuslys - tilkynningarskylda
Kl. 12:00-13:00 Hádegishlé
Kl. 13:00-14:20 Líkamlegir áhættuþættir og líkamsbeiting
Kl. 14:30-15:00 Vélar og tæki
Kl. 15:10-16:00 Verkefni - umræður
Námskeiðslok
   

Bent er á að námskeið Vinnueftirlitsins fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði eru á kostnað atvinnurekanda, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Upplýsingar um námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólum utan höfuðborgarsvæðis koma fljótlega.

 

NÁMSKEIÐIÐ VAR FELLT NIÐUR VEGNA LÍTILLAR ÞÁTTTÖKU.

Fræðslunámskeið KÍ um starfslok verður haldið þriðjudaginn 28. nóvember 2017, kl. 15:30-18:30, í fundarsal heimavistar Menntaskólans á Egilsstöðum.

Um er að ræða fræðslu fyrir félagsmenn KÍ um félagslegrar og heilsufarslegar hliðar starfsloka vegna aldurs. Námskeiðið er haldið í samstarfi við fræðslufyrirtækið Auðnast, og sjá þær Hrefna Hugósdóttir hjúkrunar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og Ragnhildur Bjarkadóttir B.s. í sálfræði og fjölskyldumeðferðarfræðingur um fræðsluna.

Skráningargjald á námskeiðið er kr. 5.000 kr. og greitt með kreditkorti. Þeir sem mæta á námskeiðið fá gjaldið endurgreitt.

Frestur til að skrá sig er til og með 20. nóvember.

 

  DAGSKRÁ   Dagskrá á pdf
Kl. 15:30 Tímamót og tækifæri um 20-25 mín. Ragnhildur
  Hreyfing, líkamleg heilsa og stoðkerfið um 25-30 mín. Hrefna
Kl. 16:30 Kaffihlé    
  Andleg heilsa og næring um 25-30 mín. Ragnhildur
  Félagsleg staða og hlutverk um 25-30 mín. Ragnhildur og Hrefna
Kl. 18:30 Námskeiðslok    

 

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. nóvember 2017, kl. 16:30 í fundarsal LSR, Engjateigi 11, Reykjavík.

Ath. að skráningu er lokið

Fundurinn er fyrir þá félagsmenn KÍ sem eru að nálgast töku eftirlauna, og er hann haldinn í samstarfi við BRÚ - lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

ATHUGIÐ að fundarsalur LSR tekur að hámarki 50 manns. Ef fleiri skrá sig en salurinn rúmar þá verður skoðað að halda annan fræðslufund.

 

DAGSKRÁ    
Kl. 16:30-17:30    
  Réttindi til ellilífeyris hjá Tryggingastofnun
Sólveig Hjaltadóttir, Tryggingastofnun
  Kynning á Félagi kennara á eftirlaunum
Pétur Bjarnason, formaður FKE
Kl. 17:30-18:30    
  Lífeyrisréttindi A-deild LSR og geymdur réttur í B-deild LSR
Ágústa Hrönn Gísladóttir, forstöðumaður réttindamála
 
  Lífeyrisréttindi í B-deild LSR
Vala Rebekka Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
 
  Lífeyrisréttindi A-deild BRÚAR lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga
Þórdís Yngvadóttir
 
  Lifeyrisréttindi B-deild BRÚAR lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga
Þórdís Yngvadóttir
 
     

 

Glærur og annað efni frá trúnaðarmannanámskeiði er hægt að nálgast hér.

 

Fræðslunámskeið KÍ um starfslok var haldið mánudaginn 8. maí kl. 16:30-19:30, í Setrinu, Grand hótel, Reykjavík.

Um er að ræða fræðslu fyrir félagsmenn KÍ um félagslegar og heilsufarslegar hliðar starfsloka vegna aldurs. Námskeiðið var haldið í samstarfi við fræðslufyrirtækið Auðnast, og sáu þær Hrefna Hugósdóttir hjúkrunar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og Ragnhildur Bjarkadóttir B.s í sálfræði og fjölskyldumeðferðarfræðingur um fræðsluna.

Glærur frá námskeiðinu er hægt að nálgast hér.
 

  DAGSKRÁ   Dagskrá á pdf
Kl. 16:30 Tímamót og tækifæri um 20-25 mín. Ragnhildur
  Hreyfing, líkamleg heilsa og stoðkerfið um 25-30 mín. Hrefna
  Kaffíhlé    
  Andleg heilsa og næring um 25-30 mín. Ragnhildur
  Félagsleg staða og hlutverk um 25-30 mín. Ragnhildur og Hrefna
Kl. 19:30 Fundarlok    
       

 

Fræðsluverkefni 2016

Fræðslunámskeið KÍ fyrir trúnaðarmenn var haldið miðvikudaginn 12. október, kl. 9:00-16:00, á Grand hóteli, Reykjavík.

Fræðslan fól í sér grunnþekkingu á réttindum og skyldum sem trúnaðarmenn þurfa að kunna skil á í störfum sínum. Fræðslan var fyrir alla trúnaðarmenn og voru nýlegir og nýir trúnaðarmenn sérstaklega hvattir til að mæta. Markmiðið var að efla trúnaðarmenn í störfum sínum og þekkingu á réttinda- og hagsmunamálum félagsmanna. KÍ sér almennt um fræðslu fyrir trúnaðarmenn um sameiginleg réttinda- og hagsmunamál en aðildarfélög KÍ sjá um fræðslu um kjarasamninga og starfsemi hvers félags.

Á fræðslunámskeiðinu var fjallað um eftirfarandi efni: Skipulag og starfsemi KÍ, réttindi og skyldur trúnaðarmanna, kjaramál og kjaraumhverfi, ráðningarmál og réttindi, orlof og veikindarétt og starfsumhverfi og vinnuvernd. 

 

Dagskráin var sem hér segir: 

ÍTAREFNI:

ATHUGIÐ! Námskeiðið var sent út í streymi og er hægt að sjá upptökur af því á vef Netsamfélagsins, www.netasamfelag.is.  

Forystufræðsla KÍ fór fram miðvikudaginn 19. október á Akureyri og miðvikudaginn 26. október í Reykjavík. Meginviðfangsefnin voru kjaramál og kjaraumhverfi, nýliðun í kennarastéttinni og aðferðir við að auka umræðu um kennarastarfið og menntamál.
 

Um var að ræða fræðslu fyrir forystusveit KÍ og aðildarfélaga og starfsmenn KÍ til að styðja fólk í starfi sínu fyrir kennarasamtökin. Markmið fræðslunnar voru að:

 • efla virkni og þátttöku í félagsstarfi,
 • efla þátttöku í og ábyrgð á framkvæmd stefnumála,
 • efla stéttarvitund.
   

Forystufræðslan fór fram sem hér segir:

 • Akureyri, miðvikudag 19. október, Hofi, Menningarhúsi, kl. 9:00-16:00. (Fyrir Norðurland og Austurland).
 • Reykjavík, miðvikudag 26. október, Grand hóteli, kl. 9:00-16:00. (Fyrir höfuðborgarsvæði, Vesturland, Vestfirði, Suðurland, Suðurnes).
   

UPPTÖKUR AF EINSTÖKUM ERINDUM Á FORYSTUFRÆÐSLUNNI MÁ FINNA HÉR:

DAGSKRÁ    
Kl. 09:00 - 09:30 Mæting, morgunhressing og setning  
Kl. 09:30 - 09:45 Kveikja  
Kl. 09:45 - 10:00 Þræðir frá Skólamálaþingi KÍ Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ
Kl. 10:00 - 11:00

Kjaramál og kjaraumhverfi

Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur KÍ
Kl. 11:00 - 11:15 Kaffihlé  
Kl. 11:15 - 12:15 Nýliðun - Staða horfur og aðgerðir. Erindi um stöðu og horfur:  
 

Aðsókn í kennaranám: Fulltrúar frá háskólum sem mennta kennara
Samantekt frá Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsSamantekt frá Háskólanum á AkureyriSamantekt frá Listaháskóla Íslands

 
  Aldurs- og kynjasamsetning kennara Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur KÍ
  Yfirvofandi hrun í nýliðun og fjölda grunnskólakennara Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði HÍ
Kl. 12:15 - 13:00 Hádegismatur  
Kl. 13:00 - 14:00

Aðgerðir til að auka nýliðun. Umræðupanell með þátttöku fundarmanna.

Þáttakendur í panel:

 • Háskólar sem mennta kennara.
 • Kennaranemar.
 • Kennarasamband Íslands.
 • Mennta- og menningarmálaráðuneyti: Sigurjón Mýrdal.
 • Samband íslenskra sveitarfélaga: Svandís Ingimundardóttir.
 
Kl. 14:00 - 15:45 Aukum umræðu um kennarastarfið Aðalbjörn Sigurðsson, útgáfu- og kynningarstjóri KÍ og Arndís Þorgeirsdóttir, blaðamaður KÍ.
  Kl. 14:00 - 14:30
Facebook-færslan sem kostaði Reykjavíkurborg milljarð!
Það er hægt að hafa áhrif með því að nýta samfélagsmiðla. En hvað þarf til?
 
  Kl. 14:30 - 14.45
Kaffihlé
 
  Kl. 14:45-15:00
Komdu þér og þínu á framfæri!

Fræðsla: Hvernig er best að koma málefnum KÍ á framfæri eða vekja athygli á einstökum verkefnum í skólastarfinu? Hvernig skrifar maður grein? Hvernig er fréttatilkynning byggð upp? Hvað er rétt að hafa í huga áður en sett er inn færsla á samfélagsmiðla?

  Kl. 15:00 - 15:45
Hópastarf: Hagnýtt verkefni út frá því efni sem fjallað hefur verið um á undan
 
Kl. 15:45 - 16:00 Fundarlok  
     

Fræðslunámskeið KÍ um starfslok verður haldið miðvikudaginn 2. nóvember kl. 16:30-19:30, í Hofi menningarhúsi á Akureyri.

Um er að ræða fræðslu fyrir félagsmenn KÍ um félagslegar og heilsufarslegar hliðar starfsloka vegna aldurs. Námskeiðið er haldið í samstarfi við fræðslufyrirtækið Auðnast, og munu þær Hrefna Hugósdóttir hjúkrunar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og Ragnhildur Bjarkadóttir B.s í sálfræði og fjölskyldumeðferðarfræðingur sjá um fræðsluna.

Til að skrá þig á námskeiðið þarftu að smella hér.

 

  DAGSKRÁ   Dagskrá á pdf
Kl. 16:30 Tímamót og tækifæri um 20-25 mín. Ragnhildur
  Hreyfing, líkamleg heilsa og stoðkerfið um 25-30 mín. Hrefna
  Kaffihlé 30 mín.  
  Andleg heilsa og næring um 25-30 mín. Ragnhildur
  Félagsleg staða og hlutverk um 25-30 mín. Ragnhildur og Hrefna
Kl. 19:30 Fundarlok    
       

 

Fræðslunámskeið KÍ um lífeyrisréttindi og eftirlaun verður haldið miðvikudaginn 9. nóvember 2016, kl. 16:30-19:30, í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Um er að ræða fræðslu fyrir félagsmenn KÍ sem eru komnir að því að hefja eftirlaunatöku. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga.

Til að skrá þig á námskeiðið þarftu að smella hér.

 

DAGSKRÁ   Dagskrá á pdf  
Kl. 16:30-17:30 Eftirlaun og almannatryggingakerfið Arnfríður Jónasdóttir, Tryggingastofnun  
  Kynning á Félagi kennara á eftirlaunum Þóra A. Guðmundsdóttir, formaður FKE  
Kl. 17:30-18:30 Fræðsla Brúar - lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga

Þórdís Yngvadóttir, verkefnastjóri
Þóra Jónsdóttir, sviðsstjóri réttinda- og lögfræðisviðs

 
 

Fræðsla Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
          - Kynning á A-deild          - Kynning á B-deild

Ágústa H. Gísladóttir, forstöðumaður réttindamála
Vala Rebekka Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
 
 


Fræðsla um lífeyrisréttindi og eftirlaun fyrir félagsmenn KÍ, aðskilin eftir sjóðum og deildum sjóða, samkvæmt neðangreindu yfirliti.
Gert er ráð fyrir að fræðsla í einstökum deildum sjóðanna standi í um eina klukkustund.
 

Brú - lífeyrissjóður   LSR
Tími Deild Staður   Tími Deild Staður
Kl. 17:30 A og V - deildir Kennslustofa D-02   Kl. 17:30 B - deild Salur M01
Kl. 17:30 B - deild Kennslustofa D-03   Kl. 17:30 A - deild Kennslustofa D-05
   

 

Fræðsluverkefni 2015

Fræðslunefnd KÍ stóð haustið 2015 fyrir tveimur námskeiðum fyrir þá sem valist hafa til forystu innan Kennarasambandsins. Fyrra námskeiðið fór fram miðvikudaginn 14. október í Hofi Menningarhúsi, Akureyri en það seinna miðvikudaginn 21. október á Grand Hótel Reykjavík. 

Markhópur: Forystusveit KÍ og aðildarfélaga og starfsmenn KÍ. Eftir hádegi var opinn fundur fyrir alla um skóla- og menntamál.

Markmið: Að efla virkni og þátttöku í félagsstarfi, efla þátttöku í og ábyrgð á framkvæmd stefnumála, og stéttarvitund.

Á námskeiðinu var boðið upp á eftirfarandi erindi:

 

Að námskeiðinu loknu stóð Fræðslunefnd fyrir opnum fundi um skóla- og menntamál.

Upptökur af einstökum erindum má sjá hér:

 

Ýmis gögn:

Rafrænt mat og hugmyndir vegna fundar á Akureyri. 
Rafrænt mat og hugmyndir vegna fundar í Reykjavík. 
Skráning á forystufræðslufundi. 
Fundarboð á forystufræðslu. 
Skráning á opinn fund. 

Tímamót og tækfæri - Stefnir þú á starfslok á komandi mánuðum og árum? - Starfslokafræðsla fyrir kennara

Tími og staður: Miðvikudagurinn 28. október 2015, frá kl. 17 til 20 í fundarsal ÍSÍ í Laugardal.

Fyrirlesarar á fundinum voru Hrefna Hugósdóttir, hjúkrunar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, og Ragnhildur Bjarkadóttir, B.S. í sálfræði og fjölskyldumeðferðarfræðingur.

DAGSKRÁ:

Kl. 17:00 - 17:30 Tímamót og tækifæri. Ragnhildur Bjarkadóttir fjallar um áhrif breytinga í kjölfar þess að láta af störfum, markmiðasetningu og hring daglegs lífs.  
Kl. 17:30 - 18:00 Hreyfing, líkamleg heilsa og stoðkerfið. Hrefna Hugósdóttir fjallar um hamingju, líkamsgetu, líkamsstarfsemi, vellíðan, stoðkerfi og verki, eftirlit og skoðanir, samvinnu og samskipti við heilbrigðiskerfið. Sjá hér glærur Hrefnu. 
Kl. 18:00 - 18:30 Kaffihlé.
Kl. 18:30 - 19:00 Andleg heilsa og næring. Ragnhildur Bjarkadóttir fjallar um hvernig best er að hlúa að andlegri heilsu, hvernig hægt er að næra sig rétt og á skynsaman hátt, hvernig hægt er að fylgjast með streituvöldum. Léttar æfingar fyrir líkama og sál. Sjá hér glærur Ragnhildar.
Kl. 19:00 - 19:30 Félagsleg staða og hlutverk. Fyrirlesararnir fjalla um efri árin og samfélagið, viðhorf okkar og orðræðu til eldri borgara og eftirtaldar spurningar: Hverju þarf að breyta? Getum við haft áhrif? Hverjar eru fyrirmyndir okkar. Sjá glærur hér. 
Kl. 19:30 Umræður og lokaorð. 

Fræðslufundir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) fyrir félagsmenn KÍ um eftirlaun og lífeyrisréttindi, fór fram fimmtudaginn 5. nóvember 2015, í húsnæði SLR að Engjateigi 11, 105 Reykjavík. Þar fór Ágústa H. Gísladóttir, forstöðumaður réttindamála hjá sjóðnum, yfir eftirlaun og lífeyrisréttindi. Glærur sem hún notaði við yfirferð sína má finna hér fyrir neðan, sem og upptökur af erindum.

Eftirlaun og lífeyrisréttindi í B-deild LSR.

Glærur Ágústu H. Gísladóttur

Myndbandið á vimeo.com

 

Eftirlaun og lífeyrisréttindi í A-deild LSR 

Glærur Ágústu H. Gísladóttur

Myndbandið á vimeo.com

 

Fræðslufundir Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) fyrir félagsmenn KÍ um eftirlaun og lífeyrismál, fór fram miðvikudaginn 4. nóvember 2015, í húsnæði sjóðsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Þar fóru Þórdís Yngvadóttir, sérfræðingur LSS og Þóra Jónsdóttir, sviðstjóri réttinda- og lögfræðisviðs, yfir eftirlaun og lífeyrisréttindi. Glærur sem þær notuðu við yfirferð sína má finna hér fyrir neðan, sem og upptökur af erindum.

Eftirlaun og lífeyrisréttindi í A-deild LSS

Glærur úr fyrirlestrum

Myndbandið á vimeo.com 

 

Eftirlaun og lífeyrisréttindi í B-deild LSS

Glærur úr fyrirlestrum

Myndbandið á vimeo.com 

 

Eftirlaun og lífeyrisréttindi í V-deild LSS

Glærur úr fyrirlestrum

Fræðsluverkefni 2014

Fjölmargir félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa valist til setu í stjórnum, ráðum og nefndum KÍ. Til að hjálpa þeim að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem framundan efndi KÍ til viðamikils fræðsluverkefnis í október þar sem sjónum er beint að þessum hópi. Kjörnir fulltrúar í stjórnum, nefndum og ráðum KÍ og aðildarfélaga sem og formenn svæða- og félagsdeilda/samráðsnefnda fengu sent boð frá fræðslunefnd um að taka þátt Forystufræðslu KÍ 2014. Þar var boðið upp á eftirtalin erindi:

 

Aðalheiður Steingrímsdóttir

Varaformaður KÍ

Skipulag, stefna og starfsemi KÍ
Hafdís D. Guðmundsdóttir
Sérfræðingur KÍ
í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum
Að vera í forystu KÍ
Ragnhildur S. Björnsdóttir
Vef- og skjalastjóri KÍ
Heimasíða KÍ, varðveisla skjala, o.fl.
Aðalbjörn Sigurðsson
Útgáfu- og kynningarstjóri KÍ
Útgáfumál

Runólfur Smári Steinþórsson
Prófessor við viðskiptafræðideild HÍ

Forysta og breytingar
   

 

Markmið með fræðslunni var:

 • Að auka þekkingu á skipulagi KÍ, stefnu og starfi.
 • Að efla virkni og þátttöku í félagsstarfi.
 • Að efla þátttöku í og ábyrgð á framkvæmd stefnumála.
 • Að efla stéttarvitund.

Í trúnaðarmannafræðslu KÍ er lögð áhersla á að ná til nýrra og nýlegra trúnaðarmanna. Eldri og reyndar trúnaðarmönnum er boðið að taka þátt telja þeir sig hafa þörf á fræðslu. Eftirfarandi var í boði á síðasta trúnaðarmannanámskeiði.
 

DAGSKRÁ
Kl. 09:00 - 09:30 Mæting.
Kl. 09:30 - 09:45 Setning.
Þórður Á. Hjaltested formaður KÍ.
Kl. 09:45 - 10:15 Skipulag og starfsemi KÍ. Anna María Gunnarsdóttir fræðslunefnd KÍ.
Kl. 10:15 - 10:45 Réttindi og skyldur trúnaðarmanna. Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður KÍ.
Kl. 11:00 - 11:15 Kaffihlé.
Kl. 11:15 - 12:00 Helstu atriði nýrra kjarasamninga aðildarfélaga KÍ. Oddur S. Jakobsson hagfræðingur KÍ.
Kl. 12:15 - 13:00 Hádegismatur.
Kl. 13:00 - 13:45 Helstu álitamál í sambandi við ráðningamál og áminningar í skilningi laga um opinbera starfsmenn. - Áminningarferli. Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur KÍ og BHM.
Kl. 13:45 - 14:15 Helstu atriði lífeyrisréttinda. Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR.
Kl. 14:15 - 14:45 Fæðingarorlof, veikinda- og orlofsréttur. Ingibjörg Úlfarsdóttir sérfræðingur KÍ í kjara- og réttindamálum.
Kl. 15:00 - 15:15 Kaffihlé.
Kl. 15:15 - 15:30 Sjúkrasjóður KÍ, sjúkradagpeningar. María Norðdahl fulltrúi sjóða KÍ.
Kl. 15:30 - 15:45 Virk, starfsendurhæfingarsjóður. Þorsteinn Sveinsson sérfræðingur hjá Virk.
Kl. 15:45 - 16:15 Starfsumhverfi og vinnuvernd. Hafdís D. Guðmundsdóttir sérfræðingur KÍ í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum.
Kl. 16:30 Fundarlok.
 

Hér er hægt að sjá upptökur frá trúnaðarmannafræðslunni 2014.

Önnur fræðsla

Í samþykkt sjötta þings KÍ er fjallað um þá fræðslu sem KÍ á að veita félagsmönnum. Þar segir að Fræðsluráð eig að standa fyrir reglulegum fræðslu og umræðufundum sem eru opnir öllum félagsmönnum sem fjalli um kjara- og réttindamál, skóla- og menntamál og aðra málaflokka sem efstir eru á baugi hverju sinni. Um framkvæmdina segir:

„Við skipulagningu fræðslunnar skal þess gætt að tekið sé tillit til mismunandi aðstæðna félagsmanna eins og kostur er. Þar er meðal annars átt við mismunandi vinnutíma og fjarlægðir til fundastaða. Kanna skal möguleika fjarfundabúnaðar og vefnámskeiða og gæta þess að efni sé aðgengilegt á vefsvæði, eins og við á hverju sinni.“
 

 

Tengt efni