is / en / dk

11. Júní 2020
28. Ágúst 2019

Undirbúningur alþjóðlegrar ráðstefnu um framtíð tungumála, Future of Languages, er hafinn. Ráðstefnan verður haldin á vegum STÍL – í umboði NBR (Nordic Baltic Region) alheimssamtaka tungumálakennara FIPLV  – dagana 11. og 12. júní, 2020.

Falast var eftir samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur um skipulag ráðstefnunnar og utanumhald, og reyndist það auðsótt mál. Ráðstefnan verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar og hverfist um erindi gestafyrirlesara og málstofur á ýmsum tungumálum.

Kall eftir erindum hefur þegar verið sent út hérlendis og erlendis. Sérstök heimasíða um ráðstefnuna er í smíðum en drög má skoða hér: https://vigdis.hi.is/en/events/fiplv-nbr-conference/

 

Tengt efni